
Sími og SIM
Hægt er að velja öryggisstillingar fyrir
tækið og SIM-kortið. Til dæmis er hægt að
breyta aðgangsnúmerum.
Veldu
Valmynd
>
Stillingar
og
Sími
>
Símastjórnun
>
Öryggisstillingar
>
Sími og SIM-kort
.
Veldu úr eftirfarandi:
102 Stillingar
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.

Beiðni um PIN-númer — Þegar kveikt er
á þessari stillingu er beðið um númerið í
hvert skipti sem kveikt er á tækinu. Sum
SIM-kort leyfa ekki að hægt sé að gera
beiðni um PIN-númer óvirka.
PIN-númer, PIN2-númer og
Læsingarkóði — Breyttu PIN-númeri,
PIN2-númeri og læsingarnúmeri. Þessi
númer geta aðeins innihaldið tölur frá 0
til 9. Forðast skal að nota aðgangsnúmer
sem líkist neyðarnúmerum, t.d. 112, til að
komast hjá því að hringja óvart í
neyðarnúmer. Hafðu samband við
þjónustuveituna ef þú glatar PIN- eða
PIN2-númerinu þínu. Ef þú gleymir
læsingarkóðanum skaltu hafa samband
við Nokia Care þjónustuver eða
þjónustuveituna þína.
Sjálfv. læsingartími síma — Til að koma
í veg fyrir óleyfilega notkun skal láta tækið
læsa sér sjálfvirkt eftir tiltekinn tíma. Læst
tæki er ekki hægt að nota fyrr en réttur
læsingakóði hefur verið sleginn inn. Veldu
Enginn
til að gera þennan valkost óvirkan.
Læsa ef skipt um SIM-kort — Stilltu
tækið þannig að beðið sé um
læsingarkóða þegar óþekkt SIM-kort er
sett í það. Tækið heldur þá saman lista yfir
þau SIM-kort sem það viðurkennir sem
kort eigandans.
Ytri símalæsing — Til að gera ytri
læsingu virka eða óvirka.
Lokaður notendahópur — Tilgreindu
hóp fólks sem þú getur hringt í og sem
getur hringt í þig (sérþjónusta).
Staðfesta SIM-þjónustu — Láttu tækið
biðja um staðfestingu þegar þú notar SIM-
kortsþjónustu (sérþjónusta).