
Textaritun
Hægt er að slá inn texta í mismunandi
stillingum. Lyklaborðið virkar eins og
venjulegt lyklaborð og þegar takkaborðið
á skjánum er stillt á bókstafi og tölustafi
geturðu smellt á stafi. Með
rithandarstillingunni geturðu skrifað stafi
beint á skjáinn.
Til að ræsa innsláttarstillinguna smellirðu
á einhvern innsláttarreit.
Smelltu á
á innsláttarskjánum til að
skipta á milli tiltækra innsláttarstillinga
og veldu þá stillingu sem hentar þér.
Misjafnt er eftir svæðum hvað
innsláttaraðferðir og tungumál
rithandarstillingin styður.