
Lyklaborð
Tækið er með lyklaborð í fullri stærð.
Renndu snertiskjánum upp til að opna
lyklaborðið. Í öllum forritum snýst
skjárinn sjálfkrafa úr
andlitsmyndarstillingu í
landslagsstillingu þegar lyklaborðið er
opnað.
Tækið tekið í notkun 17
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.

1 Virknitakki. Til að setja inn sérstafi
sem eru í efra hægri horni takkanna
ýtirðu á virknitakkann og síðan á
takkann sem þú vilt nota. Til að slá inn
nokkra sérstafi í röð ýtirðu tvisvar
sinnum snöggt á virknitakkann. Til að
skipta aftur yfir í venjulega stillingu
ýtirðu á virknitakkann.
2 Skiptitakki. Til að skipta á milli há- og
lágstafa ýtirðu tvisvar á
skiptitakkann. Til að slá inn einn
hástaf í lágstafastillingu, eða öfugt,
ýtirðu á skiptitakkann og svo á
viðeigandi stafatakka.
3 Sym-takki. Ýttu á sym-takkann til að
setja inn sérstafi sem eru ekki á
lyklaborðinu, og veldu síðan tiltekna
stafinn.
4 Ctrl-takki. Með sumum flýtivísum þarf
að nota ctrl-takkann.
5 Biltakki
6 Skiptitakki
7 Enter-takkinn
8 Navi™-takki (skruntakki). Ýttu á
skruntakkann til að velja aðgerð. Ýttu
á brúnir skruntakkans til að fletta til
vinstri og hægri, eða upp og niður á
skjánum. Haltu brún skruntakkans
inni til að fletta hratt.
9 Bakktakki. Ýttu á bakktakkann til að
eyða staf. Ýttu á bakktakkann og haltu
honum inni til að eyða nokkrum
stöfum.
Stafir sem ekki eru á lyklaborðinu
slegnir inn
Hægt er að slá inn ýmiss konar stafi, til
dæmis stafi með kommum. Til að slá inn
"á" heldurðu sym-takkanum inni og ýtir
svo endurtekið á A þar til rétti stafurinn
birtist. Það veltur á tungumálinu hvaða
stafi er hægt að velja og í hvaða röð þeir
eru.