
Heyrnartæki
Tiltekin stafræn þráðlaus tæki geta truflað sum heyrnartæki.
Heyrnartæki
Viðvörun:
Nauðsynlegt er að slökkva á Bluetooth til að hægt sé að nota
heyrnartæki með tækinu.
Gerð farsímatækisins er í samræmi við reglur
alríkisnefndarinnar um fjarskipti varðandi samhæfni við
heyrnartæki. Samkvæmt þessum reglum er M3 hljóðnemi eða
hærri nauðsynlegur. M-gildið, sem sýnt er á tækinu, vísar til
lægri styrks útvarpsbylgna. Hærra M-gildi gefur yfirleitt til
kynna að mörk útvarpsbylgna tækisins séu lægri, sem getur
aukið líkurnar á því að tækið vinni vel með vissum
heyrnartækjum. Sum heyrnartæki verða síður fyrir áhrifum af
truflunum en önnur. Vinsamlega hafið samband við
heyrnarsérfræðing til að ákvarða M-einkunn heyrnartækisins
og hvort heyrnartækið virki með þessu tæki. Nánari
Vöru- og öryggisupplýsingar 113
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.

upplýsingar um þetta er að finna á
www.nokiaaccessibility.com.
Þetta tæki hefur verið prófað og samþykkt til notkunar með
heyrnartækjum vegna einhvers hluta þeirrar þráðlausu tækni
sem það notar. Hins vegar getur verið að nýrri þráðlaus tækni
sé notuð í tækinu sem ekki hefur verið prófuð ennþá fyrir
notkun með heyrnartækjum. Það er mikilvægt að prófa ólíka
eiginleika tækisins vandlega og á ólíkum stöðum, með
heyrnartækið í gangi, til að kanna hvort einhver truflandi
hávaði heyrist. Ráðfærðu þig við þjónustuveituna varðandi
reglur um skil og endurgreiðslur og til að fá upplýsingar um
samhæfni við heyrnartæki.